Páskaball Center með strákunum úr Skítamóral
Páskaball Center verður haldið á föstudaginn langa, 6. apríl nk. Fram koma:
Strákarnir úr Skítamóral (Gunni Óla, Hebbi & Hanni) + DJ Joey D
Ein besta ball hljómsveit landsins mætir í fyrsta sinn á Center og ætlar að halda uppi alvöru sveitaballi. Heimamaðurinn Joey D verður í búrinu, hitar ykkur upp og lokar svo ballinu með stæl.
Miðaverð: 1.000 kr. í forsölu. Takmarkað magn miða.
Páskadagur, 8. apríl:
SOMERSBY PARTÝ
Fram koma: Úlfur Úlfur, Dj Óli Geir + Mainstrím
Eftir mikla bið ætlar eitt vinsælasta pop band landins að mæta á Center og gera allt brjálað, Úlfur Úlfur. Í lok seinasta árs gaf Úlfur Úlfur út frumraun sína, Föstudaginn langa, og síðan þá hafa þeir varla gefið sér tíma til að draga að sér andann. Lagið „ég er farinn“ klifrar upp íslenska vinsældarlista á sama tíma og þeir sjálfir troða upp um allt land og valda usla. Dj Óli Geir og strákarnir úr Mainstrím sjá um að hita upp fyrir bandið og loka svo kvöldinu með látum.
Miðaverð: 1.000 kr. í forsölu. Takmarkað magn miða.