Partýsteinn slær í gegn
Skemmtilegt myndband Hnísunnar að gera góða hluti
Á dögunum sögðum við frá því þegar krakkarnir í FS voru við tökur á spennandi nýju tónlistarmyndbandi þar sem þeir fengu m.a. slökkviðlið Suðurnesja í lið með sér.
Nú er afraksturinn kominn út og sjá má stórskemmtilegt myndband við lagið Partýsteinn hér að neðan. Það er Hnísan sem ber veg og vanda að þessu metnaðarfulla myndbandi sem er að fá ansi góðar viðtökur á alnetinu um þessar mundir. Lagið er frumsamið en það samdi Sindri Jóhannsson og textinn er svo eftir Arnar Má Eyfells og Sindra.