SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Mannlíf

  • Páll Óskar troðfyllti Hljómahöll
  • Páll Óskar troðfyllti Hljómahöll
Þriðjudagur 17. mars 2015 kl. 11:10

Páll Óskar troðfyllti Hljómahöll

Páll Óskar Hjálmtýsson troðfyllti Rokksafn Íslands í Hljómahöll á sunnudag þegar hann opnaði sýningu sína „Páll Óskar - einkasafn poppstjörnu“. Opnun sýningarinnar hafði verið frestað um sólarhring þar sem það gustaði hraustlega um landsmenn á laugardeginum. Þá um kvöldið mætti Páll Óskar hins vegar í Stapann og hélt þar alvöru Pallaball fyrir fullu húsi.

Við opnunina á einkasýningu poppstjörnunnar sagði Páll Óskar stuttlega frá því hvernig sýningin varð til og Tómas Young, framkvæmdastjóri Rokksafns Íslands greindi frá því hvernig bílfarmar af sýningarmunum hafi verið sóttir á heimili Páls Óskars og í geymsluhúsnæði.

Páll Óskar flutti svo tvö lög fyrir gesti og gaf sér svo góðan tíma í myndatökur með gerstum sýningarinnar. Á sunnudagskvöld lék Páll Óskar svo af fingrum fram ásamt Jóni Ólafssyni í Stapanum á tveggja tíma tónleikum þar sem farið var yfir ferilinn en Páll Óskar fagnaði 45 ára afmæli nú sl. mánudag.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Rokksafninu á sunnudaginn. Nánar í Víkurfréttum á fimmtudag.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Fjölmargir gestir mættu á opnun einkasýningar Páls Óskars.

Björn Björnsson hönnuður sýningarinnar og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri skála fyrir sýningunni.

Hér að neðan er svo innslag Sjónvarps Víkurfrétta um Pál Óskar.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025