Páll Óskar og Monika á jólatónleikum í Hljómahöll
Páll Óskar og Monika verða á jólatónleikum í Hljómahöll fimmtudagskvöldið 6. desember.
Þeir sem hafa farið á tónleika með Palla og Moniku, vita að hlustandinn kemur út betri maður á eftir.
Á efnisskránni eru jólalög sem Palli og Monika hafa spilað mikið undanfarin áratug, auk þekktustu popplaga Palla í sérstökum útsetningum fyrir hörpu, strengjasveit og kór. Útkoman er einfaldlega fallegustu jólatónleikar ársins.
Tónleikarnir fara fram fimmtudagskvöldið 6. desember í Hljómahöll. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og húsið opnar kl. 19:00. Almenn miðasala á tónleikana hefst 1. nóvember kl. 11.