Paddy´s skoraði á Center
Daníel Cramer, Ingveldur Eyjólfsdóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir héldu styrktartónleik í samstarfi við Paddy´s í síðustu viku og var troðfullt hús gesta. Tónleikarnir voru til styrktar Birkis Alfons Rúnarssonar og Helga Rúnari Jóhannessonar. Paddy´s tók svo upp á því að skora á skemmtistaðinn Center til að halda slíkt hið sama. Áskorunin var því tekin og er undirbúningur á dagsskrá í fullum gangi.
„Við erum á fullu að vinna að frábærri dagsskrá en þarna má sjá uppistandara, trúbadora og alla bestu plötusnúða Suðurnesja,“ sagði Gunnar Adam Ingvarsson, einn eigandi Center. „Þetta verður heljarinnar veisla og stefnum við á að halda tónleikana föstudaginn 18. mars en þetta verður allt auglýst betur seinna.“
Mynd tekin á styrktartónleikunum sem haldnir voru á Paddy´s og eins og sjá má á myndinni var troðfullt hús.
[email protected]