Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Paddy's pub quiz byrja aftur með stæl
Miðvikudagur 5. september 2007 kl. 09:29

Paddy's pub quiz byrja aftur með stæl

Hin geysivinsælu Pub Quiz á Paddy´s byrja aftur eftir sumarfrí á morgun, fimmtudag. Stjórnandinn á fyrsta Pub Quizinu verður ekki af verri endandum en sjálfur Dr. Gunni sem sá um spurningaþáttinn Popppunkt á Skjá Einum mun spyrja Suðurnesjamenn spjörunum úr.


Paddy´s Pub Quiz er spurningakeppni milli liða. Hámarksfjöldi í einu liði eru fjórir og spilaður eru þrjár lotur með mismunandi sniði. Eins og gefur til kynna verða spurningarnar að þessu sinni að miklu leyti tónlistarlegs eðlis en aðgangsmiðar á Rockville Festival 2007 verða einmitt einnig seldir á sérstöku forsöluverði þetta kvöld. Einnig verða í fyrstu verðlaun aðgangsarmbönd fyrir sigurliðið.


Það er því rækin ástæða til að mæta snemma á pöbbinn á fimmtudaginn og tryggja sér sæti því oftar er ekki af færri komist að en vilja á Paddy´s Pub Quiz.
Doktorinn mun hefja leikinn um kl. 21:00 á fimmtudaginn 6. september.

 

Mynd: Dr. Gunni mun sjá um spurningakeppnina á morgun

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024