Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Öskudagshátíð í íþróttahúsinu við Sunnubraut
Miðvikudagur 6. febrúar 2008 kl. 10:22

Öskudagshátíð í íþróttahúsinu við Sunnubraut

Öskudagsskemmtun verður haldin í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í dag fyrir nemendur í 1. - 4. bekk grunnskólanna í Reykjanesbæ.

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar sér um hátíðina, sem stendur yfir frá kl. 14 til 16 og verður dagskrá með hefðbundnum hætti: Kötturinn sleginn úr tunnunni, leikir, dans, glens og grín. Sjoppa verður á staðnum að því er fram kemur á vef Reykjanesbæjar.

Allir eru hvattir til þess að mæta í öskudagsbúningi og eru foreldrar yngri barna beðnir um að taka virkan þátt í skemmtuninni og aðstoða börnin.

VF-mynd/Þorgils - Frá öskudagshátíð í Reykjaneshöll í fyrra

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024