Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

  • Öskubuska missir síma en ekki skó
    Katla Rún Garðarsdóttir og Arnór Breki Atlason í hlutverkum sínum.
  • Öskubuska missir síma en ekki skó
Sunnudagur 22. mars 2015 kl. 11:00

Öskubuska missir síma en ekki skó

Heiðarskóli nútímafærir söngleik um ævintýrið vinsæla:

„Þetta er búið að ganga alveg ágætlega þrátt fyrir að það komi fyrir að erfitt sé að ná öllum hópnum saman. Þetta eru svo hæfileikaríkir krakkar að þeir eru í öllu, íþróttum, dansi og ýmsu fyrir utan þetta - að sjálfsögðu líka í skóla. Við erum með ótrúlega flottan, samstilltan og skemmtilegan hóp,“ segja leikstjórarnir Guðný Kristjánsdóttir og María Óladóttir, en Heiðarskóli setur upp sýningu tengda árshátíðinni. Það hefur skólinn gert a.m.k. 10 ár í röð og eru nemendur og starfsfólk skólans mjög stolt af því. Heiðarskóli er eini grunnskólinn á Suðurnesjum sem er með leiklist sem val. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Katla Rún Garðarsdóttir og Arnór Breki Atlason leika aðahlutverkin í sýningunni, Öskubusku og Draumaprinsinn Daða Arnar. „Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og gaman að taka þátt í þessu með hópnum,“ segir Katla Rún og Arnór Breki bætir við að það sé gott að gera eitthvað svona fyrir skólann sinn. Þau eru sammála um að leiklistin efli sjálfstraustið. Verkið hefur verið nútímafært á ýmsan hátt, t.d. missir Öskubuska ekki skó heldur síma þegar hún yfirgefur dansleikinn. „Svo búum við vel að því að hafa svona góða leikstjóra. Hefðum ekki getað fengið betri. Þær segja okkur svo vel til og sýna okkur fram á hvernig við getum bætt okkur.“ Spurð um framtíðarplön í leiklist svarar Arnór Breki að hann stefni aðallega að því að ná lagt í fótboltanum. Ef það gerist ekki, þá yrði þetta mjög gaman.“ Katla Rún segist vera meira í íþróttum en hún hefur náð frábærum árangri í körfubolta og skólahreysti. Að lokum vill Arnór Breki hiklaust mæla með Heiðarskóla fyrir þá sem hyggjast flytja til Reykjanesbæjar. „Ég hef nú prófað marga skóla,“ sagði hann.

Að leikhópnum standa nemendur úr 8.-10. bekkjum og leikgerðin er samin af Írisi Dröfn Halldórsdóttur. Auk Írisar settu þær Guðný leikstjóri og Gunnheiður Kjartansdóttir sýninguna á svið Frumleikhússins hér um árið. Kraftmikill söngur við ný og gömul lög hefur ómað um ganga skólans undanfarnar vikur og hafa efnilegir leikarar æft af kappi. Almennar sýningar verða mánudaginn 23. mars kl. 20:00 og miðvikudaginn 25. mars kl. 20.00. Miðaverð er 1000 kr. en 500 kr. fyrir nemendur skólans. Sýningin stendur yfir í rúma klukkustund.