Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Óskalög sjómanna - söngskemmtun í Grindavík
Miðvikudagur 4. maí 2005 kl. 10:30

Óskalög sjómanna - söngskemmtun í Grindavík

Þann 2. júní, fimmtudaginn  fyrir sjómannadaginn, verður dagskráin ÓSKALÖG  SJÓMANNA - skemmtun og fjöldasöngur, á veitingastaðnum Salthúsinu í  Grindavík. Flutt verða   gömul og sígild sjómannalög eins og  Síldarvalsinn, Allt á floti alls staðar, Á sjó, Þórður sjóari, Vertu  sæl mey, Ship ohoj og fleiri og fleiri. Það er tónlistarfólk úr Grindavík sem stendur fyrir fjörinu með dyggri aðstoð hljóðfæraleikara  úr næsta nágrenni.  Ætlunin er að taka forskot á sæluna og byrja  sjómannadagshelgina á fimmtudagskvöldi, skemmta sér og syngja á þeim  einstaka veitingastað sem Salthúsið er.
Menningararfur okkar Íslendinga  inniheldur  ógrynni frábærra  sjómannalaga og texta sem vitna til þessa lífs sem mjög margir
Íslendingar þekktu hér á árum áður og gátu samsamað sig við á einn eða  annan hátt.  Sjómennirnir fóru út á sjó til veiða og þá dreymdi stundum  um konur og vín.  Suma daga voru þeir syngjandi sælir og glaðir en aðra  daga urðu þeir að glíma við sjávarrok og öldubrot og fjarvistir frá  sínum heittelskuðu.Þetta er gömul saga og ný og því vitum við að  hún á fullt erindi og meira en það við okkur öll.
Flytjendur eru meðal annars Dagbjartur Willardsson, Rósa Signý  Baldursdóttir, Inga Þórðardóttir, Inga Runólfsdóttir, Fróði Oddsson og  feðgarnir Björn og Erlingur. Nánar verður greint frá ÓSKALÖGUM SJÓMANNA  síðar í Víkurfréttum.

Mynd: Flytjendur ÓSKALAGA SJÓMANNA á bryggjunni í Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024