Óskað eftir tilnefningum um jólahús Sandgerðisbæjar
Umhverfisráð Sandgerðisbæjar óskar eftir tilnefningum um jólahús Sandgerðisbæjar 2013.
Tilnefningarnar þurfa að berast fyrir kl. 16:00 mánudaginn 16. desember 2013 og má senda þær í netfangið [email protected].
Einnig má koma með tilnefningar á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar eða hringja í síma 420-7555. Opnunartími er milli 09:30 til 15:00.
Allir Sandgerðingar eru hvattir til að taka þátt í tilnefningunni.
Á myndinni má sjá skreytingu við verðlaunahús Sandgerðisbæjar frá því 2012, að Hlíðargötu 37.