Óska eftir fermingarmyndum
- Sýning um fermingar í Bókasafni Reykjanesbæjar
Sett verður upp sýning um fermingar fyrr og nú í Átthagastofu í Bókasafni Reykjanesbæjar í lok mars. Af því tilefni óskar bókasafnið eftir að fá að láni fermingarmyndir, servíettur, kerti, skeyti eða annað tengt fermingum frá íbúum Reykjanesbæjar. Síðustu forvöð að skila myndum og munum er miðvikudaginn 15. mars. Öllum munum og myndum verður skilað til eigenda að sýningu lokinni.