Öryggið á oddinn á lokametrunum
Verslunarmannahelgin hjá Sigríði Guðbrandsdóttur
– Hvernig eru plönin hjá þér um Verslunarmannahelgina?
„Ég ætla í sumarbústað foreldra minna með fjölskyldunni, slaka á og njóta þess að vera með þeim.“
– Breyttust plönin eitthvað vegna covid?
„Nei, alls ekki. Planið var alltaf að eyða tíma með fjölskyldunni í öruggu umhverfi þar sem ég er gengin 34 vikur.“
– Hver er skemmtilegasta minningin þín af verslunarmannahelginni?
„Engin ein minning sem stendur upp úr en þær minningar sem mér dettur í hug eru unglingalandsmótin úr æskunni, bústaðarferð með vinum og þau tvö skipti sem eg hef farið á Þjóðhátíð í eyjum.“
– Er eitthvað sem þér finnst ómissandi þessa helgi?
„Nei, get ekki sagt það.“