Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Örvar fór á kostum hjá Securitas
Örvar Þór Kristjánsson uppistandari og lokaorðspistlahöfundur á VF fór mikinn í jólaboði Securitas.
Föstudagur 14. desember 2018 kl. 15:23

Örvar fór á kostum hjá Securitas

Securitas bauð viðskiptavinum í jólaboð í starfsstöð fyrirtækisins í Reykjanesbæ í upphafi aðventu. Útibúið á Reykjanesi hefur stækkað ört á undanförnu árum en það hóf rekstur árið 2009. Mikill vöxtur hefur fylgt samfara auknum fjölda ferðamanna en Securitas sinnir sérhæfðri farþegaþjónustu í flugstöðinni.
Ásta Rut Jónasdóttir tók nýlega við stöðu útibússtjóra af Thelmu Dögg Guðlaugsdóttur. Ásta Rut er Hafnfirðingur og segir að það sé afar gott að koma til Reykjanesbæjar og fyrirtækið sé búið að vera í vexti. „Ég hlakka bara til. Við erum með gott starfsfólk og starfsemin gengur vel. Við ætlum að fylgja því eftir.“
Uppistandarinn, skemmtikrafturinn og pistlahöfundurinn Örvar Þór Kristjánsson tróð upp á jólaboðinu og fór á kostum. 
VF leit við í jólaboðið og þar voru þessar myndir teknar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ásta Rut Jónasdóttir er nýi útbússtjórinn hjá Securitas.