Öruggur sigur í Útsvari gegn meisturunum
Reykjanesbær vann öruggan sigur á Reykjavík í Útsvari í kvöld. Reykjanesbær nældi sér í 87 stig gegn 60 frá meisturum síðasta árs úr höfuðborginni. Sigurinn var aldrei í hættu en lið Reykjanesbæjar hafði undirtökin allt frá upphafi. Nýr liðsmaður Reykjanesbæjar, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, stóð sig með mikilli prýði og var ekki að sjá að hún væri að mæta í sína fyrstu spurningakeppni í beinni útsendingu í sjónvarpi.