Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ört stækkandi hópur viðskiptavina
Laugardagur 16. maí 2015 kl. 08:00

Ört stækkandi hópur viðskiptavina

Azazo er sprotafyrirtæki á Ásbrú sem áður hét Gagnavarslan.

AZAZO er þekkingarfyrirtæki með Coredata hugbúnaðarlausnir, öflugt ráðgjafasvið auk skönnunar- og vörslusetrið Gagnavarslan á Ásbrú.  Hjá fyrirtækinu starfa 50 manns í 6 löndum.

„AZAZO nafnið var formlega tekið upp haustið 2014 en ástæðan fyrir nafnabreytingunni var fyrst og fremst sú að unnið er að auknum umsvifum fyrirtækisins á erlendri grundu. Nú þegar erum við með alþjóðlega viðskiptavini sem nota hugbúnaðarlausnina okkar CoreData ECM og einnig aðila sem varðveita gögn í vörslusetrinu okkar á Ásbrú,“ segir Brynja Guðmundsdóttir, forstjóri og stofnandi fyrirtæksins. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heldur utan um öll fundargögn

Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin og er viðskiptavinahópur AZAZO ört stækkandi. „Meðal viðskiptavina okkar eru Hæstiréttur, SSS, N1, Johnson & Johnson, Kadeco, Icelandair, HS Orka og svo fjöldinn allur af fyrirtækjum og opinberum stofnunum, fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóðir, orkufyrirtæki, sjávárútvegsfyrirtæki og ýmis fleiri,“ segir Brynja og bætir við að síðustu misseri hafi fyrirtækið lagt mikla áherslu á stjórnarvefgátt CoreData sem sé veflausn sem haldi utan um stjórnarfundi og öll tilheyrandi fundargögn, svo sem dagskrá, fundargerðir, ítarefni, verkefni og áætlanir. „Með notkun á stjórnarvefgáttinni þarf ekki lengur að senda fundargögn í tölvupósti eða á pappír. Stjórnarmenn skrá sig inn á vefnum og nálgast þar sín gögn í öruggu umhverfi.“

AZAZO var fyrst á Íslandi til að bjóða upp á rafrænar undirritanir í hugbúnaði sínum, en hægt er að undirrita skjöl inn í CoreData með löglega fullgildum hætti með því að nota rafræn skilríki í farsíma. Íslenska ríkið var fyrsta landið í heiminum til að undirrita ríkisreikning rafrænt og var það gert í Coredata hugbúnaði AZAZO. AZAZO hefur einnig vakið mikla athygli erlendis fyrir þessar lausnir og er nú þegar komin með samstarfsaðila erlendis.