Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 5. september 2001 kl. 09:53

Örnámskeið um tölvur og tungumál

„Vits er þörf þeim er víða ratar“ og „Menntun er skemmtun“ eru slagorð viku símenntunar 3.-9. september 2001 sem Menntamálaráðuneytið stendur fyrir. Markmið vikunnar, sem haldin á Suðurnesjum, í samstarfi við Miðstöð símenntunar (MSS), er að hvetja fólk til að auka við þekkingu sína og færni.
„Menntun er skemmtun“ vísar til ánægjunnar við að læra og ná tökum á nýjum viðfangsefnum. Námskrá MSS hefur verði dreift í öll hús á Suðurnesjum og er fólk kvatt til að kynna sér námskeiðin sem í boði eru. Í viku símenntunar er áherslan lögð á nám tengdu Íslandi og umheiminum, þ.e. tungumála og tölvukunnáttu. Í Bókasafni Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57 er sýning á náms- og kennslugögnum vegna tölvu- og tungumálanáms og þar fara einnig fram örnámsekið í tungumálum í tilefni Evrópsks tungumálaárs 2001.
Á mánudag sóttu 15 manns námskeið í spænsku, á þriðjudag og miðvikudag voru ensku- og frönskunámkeið. Í dag fimmtudaginn 6. september kl. 17:15- 18, verður dönskunámskeið og föstudaginn 7. september kl. 17:15- 18, þýska.
Málþing um mikilvægi tungumála verður í bókasafninu fimmtudaginn 6. sept. kl. 20-22 þar sem Jórunn Tómasdóttir, Birna Arnbjörnsdóttir, Eríkur Hermannsson, Kjartan Már Kjartansson, Kristín Jóhannesdóttir, Robert Klukowski og Björn Bjarnason, menntamálaráðherra mun ræða mikilvægi tungumála frá mismunandi sjónarmiðum. Eru allri áhugamenn um tungumála hvattir til að koma og taka þátt í málþinginu. Viku símenntunar lýkur svo í Fjölbrautaskóla Suðurnesja v/Sunnubraut þar sem haldin verða örnámskeið í tölvunotkun fyrir almenning laugardaginn 8. september kl. 13-16. Það eru allir velkomnir á örnámskeiðin meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024