Örn Garðarsson tekur við Stapanum
Hinn kunni matreiðslumeistari Örn Garðarsson, hefur tekið við rekstri Stapans samkvæmt samningi við Reykjanesbæ. Næsta vor stendur til að gera miklar breytingar á húsnæðinu í tengslum við Hljómahöllina og mun Örn reka Stapann þangað til.
„Þessi rekstur verður með svipuðu sniði og verið hefur með allri almennri veisluþjónustu, mannfögnuðum, fundum, dansleikjahaldi og jólahlaðborði svo eitthvað sé nefnt. Ég hef undanfarin ár rekið veisluþjónustu sem hefur gengið vonum framar og er með þessu að víkka út þá starfsemi þar sem hún fer mjög vel saman við þennan rekstur upp á nýtingu húsnæðis, búnaðar og margt fleira. Þannig að nú get ég boðið upp á allann pakkann,“ sagði Örn Garðarsson í samali við VF.
VF-mynd úr safni: Örn við matvælakynningu
„Þessi rekstur verður með svipuðu sniði og verið hefur með allri almennri veisluþjónustu, mannfögnuðum, fundum, dansleikjahaldi og jólahlaðborði svo eitthvað sé nefnt. Ég hef undanfarin ár rekið veisluþjónustu sem hefur gengið vonum framar og er með þessu að víkka út þá starfsemi þar sem hún fer mjög vel saman við þennan rekstur upp á nýtingu húsnæðis, búnaðar og margt fleira. Þannig að nú get ég boðið upp á allann pakkann,“ sagði Örn Garðarsson í samali við VF.
VF-mynd úr safni: Örn við matvælakynningu