Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Örn Árnason leikstýrir hjá LK
Miðvikudagur 15. október 2008 kl. 12:13

Örn Árnason leikstýrir hjá LK



Leikfélag Keflavíkur æfir þessa dagana gamanleikritið „Sex í sveit“ og er stefnt á frumsýningu um næstu mánaðamót. Leikstjóri er hin þjóðkunni leikari, Spaugstofumaður og grínisti, Örn Árnason. Það vekur athygli að jafn upptekinn maður og hann gefi sér tíma til að starfa með leikfélagi „úti á landi“. Eða eins og hann segir sjálfur: „Sko, við erum ekki að tala bara um „eitthvert“ leikfélag heldur Leikfélag Keflavíkur.“

„Þetta er hreinrækaður farsi enda veitir ekki af að fá fólk til að hlægja núna eins og ástandið er,“ segir Örn.

Sjá nánar í Víkurfréttum á morgun.

VFmynd/elg: Örn Árnason ásamt leikarahópnum í „Sex í sveit”

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024