Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 23. september 2008 kl. 10:43

Orgel og söngur í Grindavíkurkirkju

Fimmtudagskvöldið 25. september kl. 20.30 verða tónleikar í Grindavíkurkirkju. Á tónleikunum mun Tómas Guðni Eggertsson, organisti Grindavíkurkirkju, leika verk eftir Johann Sebastian Bach og Dietrich Buxtehude. Auk þess mun Kór Grindavíkurkirkju flytja efnisskrá með lögum sem kallast “Nýir söngvar Sindre Eide” í þýðingu séra Kristjáns Vals Ingólfssonar.


Það hefur verið mikið að gera hjá Kór Grindavíkurkirkju á undanförnum vikum en Kórinn tók þátt í “Sálmafossi” sem fór fram í Hallgrímskirkju á Menningarnótt í Reykjavík 23. ágúst s.l. Þar héldu Kórar og organistar íslensku kirkjunnar uppi samfelldri tónlistardagskrá. Kór Grindavíkur-kirkju var falið það verkefni að flytja fáeina af þeim sálmum sem norski kirkjutónlistarfrömuðurinn Sindre Ejde hefur safnað saman víðsvegar að úr heiminum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í kjölfarið var Kórnum boðið að halda tónleika í Selfosskirkju þann 9. september sl. og nú bjóðum við Grindvíkingum og nágrönnum til þessara tónleika, sem verða eins og fyrr segir á fimmtudagsvköldið nk. kl. 20:30. Aðgangur er ókeypis.