Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 12. nóvember 2001 kl. 14:59

Orð og tónar á bókasafninu

Norræna bókasafnavikan „Í ljósaskiptunum“ er hafin en þema ársins er orð og tónar. Leikskólabörn og nemendur úr 10. bekk Myllubakkaskóla sjá um tónlistarflutning í kvöld á opnunarhátíðinni sem verður á Bókasafni Reykjanesbæjar. Þeir aðilar sem ætluðu að flytja tónlist lesa textann í staðinn m.a. til að vekja athygli á baráttu
tónlistarkennara. Ljóðskáldið Þór Stefánsson verður á staðnum en hann mun halda tölu um orðið ásamt því að flytja ljóð sín.
Nk. fimmtudagskvöld verða vísnatónleikar á Flug-Kaffi í tilefni vikunnar. Hingað koma fjórir fífldjarfir og söngglaðir Skandinavar á besta aldri og flytja norræna vísnatónlist fyrir alla fjölskylduna. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024