Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Opnunarhátíð OM setursins um helgina
Eigendur OM setursins.
Fimmtudagur 6. febrúar 2014 kl. 11:17

Opnunarhátíð OM setursins um helgina

OM Setrið, ein glæsilegasta snyrti- og heilsumiðstöð landsins, verður opnað með formlegum hætti kl. 16:00 – 18:00 laugardaginn 8. febrúar.  Boðið verður upp á léttar veitingar og sértilboð verða á þeirri vöru og þjónustu sem verður í boði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá eigendum.

OM setrið opnaði nýverið í Kjarna, Reykjanesbæ, þar sem Icelandair Flughótel er einnig til húsa. Áhersla er lögð á að bjóða það helsta í heilsu- og snyrtigeiranum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Snyrtimeðferðir, yoga, pílates, nudd og hárgreiðsla eru á meðal þeirrar þjónustu sem er í boði. Blue Lagoon húðvörur og Fudge og Lakme hárlína eru á meðal þeirra vara sem verða notaðar og fáanlegar á staðnum.
Hafdís Lúðvíksdóttir, snyrtifræðingur, segir að OM Setrið saman standi af stórum hópi fólks sem á sér það markmið að geta veitt sem fjölbreyttasta þjónustu á sviði heilsu og fegurðar og sérhæfir hver og einn sig í ólíkum meðferðum. „Heimsókn í OM setrið á að vera dekur fyrir líkama og sál, gestir geta t.d. notið þess að rækta líkamann í yoga og pílates og jafnvel notið þess að fara í nudd- eða snyrtimeðferð á eftir. Samstarfið veitir okkur einstakt tækifæri til að veita heilstæða og góða þjónustu.“

Sérfræðingarnir standa að OM heilsusetrinu eru:
Hafdís Lúðvíksdóttir, snyrti og förðunarfræðingur
Ágústa Hildur Gizurardóttir, jógakennari og jógaþerapisti
Guðbjörg Óskarsdóttir, hárgreiðslumeistari
Álfhildur Guðlaugsdóttir, heilsunuddari

Aðalheiður Guðrún Halldórsdóttir, naglafræðingur
Linda Jósefsdóttir, fótaaðgerðafræðingur
Elsa Lára Arnardóttir, sjúkranuddari
Bjarnrún Tómasdóttir, svæðanuddari
Jóhanna Sigurjónsdóttir, svæðanuddari og pilates kennari
Margrét Magnúsdóttir, regndropaþerapisti, svæðanuddari
Dagbjört Magnúsdóttir, heilari og hugleiðslu
Bryndís Kjartansdóttir, jógakennari
Margrét Knútsdóttir, meðgöngu- og krílajógakennari
Lovísa Rut Ólafsdóttir, jógakennari
Carla Evans, jógakennari