Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Opnar Kreppuport í Sandgerði síðdegis
Fimmtudagur 6. ágúst 2009 kl. 13:19

Opnar Kreppuport í Sandgerði síðdegis

Fólk bregst við kreppunni á ýmsan máta. Konný Hrund Gunnarsdóttir í Sandgerði hefur af og til í sumar staðið fyrir svokölluðu Kreppuporti eða bílskúrssölu að Ásabraut 31 í Sandgerði. Kreppuportið verður opið í dag, fimmtudaginn 6. ágúst, kl. 16:00 til 20:00.

Í Kreppuporti má kaupa fatnað, dót, skraut, skó, bækur og ýmislegt annað á sannkölluðu klinkverði. Í tilkynningu frá Kreppuporti segir að í dag sé mikið lækkað verð og að eingöngu verði opið í dag. Það er því um að gera að skella sér í Kreppuport að Ásabraut 31 í Sandgerði sídegis og gera góð kaup.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Mynd: Konný Hrund brosandi og sæl með Kreppuportið í Sandgerði. Mynd af Facebook.com