Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Opinn fyrirlestur í Svarta-Pakkhúsinu á miðvikudagskvöldið
Mánudagur 19. september 2005 kl. 21:56

Opinn fyrirlestur í Svarta-Pakkhúsinu á miðvikudagskvöldið

Þuríður Sigurðardóttir myndlistarmaður og annar tveggja sýningarstjóra
sýningarinnar "Tívolí Hveragerði" verður með opinn fyrirlestur í Svarta-Pakkhúsi miðvikudagskvöldið 21. sept. kl.20.00. Sýningin sem er samsýning yfir tuttugu samtímalistamanna er yfirstandandi í Listasafni Árnesinga og hefur fengið afar góðar undirtektir gesta og lof gagnrýnenda. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

Á fyrirlestrinum gefst einstakt tækifæri til að fá innsýn í hvernig sýning sem þessi verður til, hverjar áherslurnar eru sem lagðar eru til grundvallar og hvernig einvala lið listamanna frá aldrinum 20-86 ára vinnur úr þeim.

Þuríður hefur kennt á vinsælum námskeiðum við Myndlistaskóla Reykjaness undanfarna vetur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024