Opinn dagur í Keflavíkurkirkju: Fengu forláta altarisdúk að gjöf
Fjöldi fólks kom í Keflavíkurkirkju s.l. sunnudag í tilefni opins húss. Húsfyllir var við guðsþjónustu og gengu messugestir svo um safnaðarheimilið og kynntu sér hugmyndavinnu þá sem sóknarnefnd hefur unnið að í vetur.
Við guðsþjónustuna þann dag tók kirkjan í notkun forláta altarisdúk sem þær Kristrún Pétursdóttir, Árnína Sigmundsdóttir og Guðrún Björnsdóttir höfðu unnið og fært kirkjunni að gjöf. Verkið tók fleiri mánuði í vinnslu og krefst þekkingar sem er á fárra færi í dag.
Keflavíkurkirkja færir þeim hugheilar þakkir fyrir.