Opinn dagur á Ásbrú
Opinn dagur á Ásbrú er árlegur viðburður sem trekkir víða að. Atburðurinn er í anda karnivala Varnarliðsins sem voru opin íslenskum almenningi. Opni dagurinn 2014 verður haldinn fimmtudaginn 29. maí nk. sem er uppstigningardagur. Síðustu daga hefur verið unnið á fullu í undirbúningi enda hátíðin á morgun, uppstigningardag og mikil gleði og spenningur sem ríkir.
Karnivalið sjálft er haldið í kvikmyndaverinu Atlantic Studios og þar verður líf og fjör fyrir alla fjölskylduna. Sirkus Íslands skemmtir með stórkostlegum sirkusatriðum, fordómalausu Pollapönkararnir okkar koma og Ávaxtakarfan tekur nokkur lög og hver veit nema börnin geti fengið að spjalla við uppáhaldsávextina sína. Hoppukastalar, andlitsmálning, vatnsgusutæki og hið sívinsæla draugahús ásamt fjölbreyttum básum með þrautum, kynningum og allskonar matarkyns eru fastir liðir á Opna deginum og svíkja engan.
Pie- og Chili-keppni sendiráðs Bandaríkjanna verður á sínum stað og spennandi verður að sjá hver hreppir verðlaunin í ár. Pie-keppnin er fyrir almenning að keppa í og Chili-keppnin er á milli fyrirtækja. Hvetjum alla að láta slag standa og henda í eina góða böku og skrá sig til leiks. Skráning stendur yfir á [email protected].
Flugher bandaríska hersins eða US Airforce mun vera sérstakur þátttakandi í Opnum degi í ár. Flugherinn mun vera með bás þar sem þeir munu sýna flugbúnað sinn og ræða við áhugasama gesti. Einnig munu þeir fljúga yfir karnivalið á F15 orrustuþotum sínum með tilheyrandi drunum og látum, alveg eins og í gamla daga.
Í Keili verður öllu afslappaðri stemmning þar sem tilvalið er að slaka á í aðalbyggingu Keilis undir ljúfum tónum og nýbakaðri skúffuköku. Stuttar kynningar á fjölbreyttu námsframboði Keilis, vélmenni teikna og tækni- og vísindasmiðja verður opin. Villi vísindamaður verður með vísindatilraunir ásamt kynningu á efnafræði- og mekatróníkstofum Keilis, gestum býðst að prófa að lenda flugvél í flughermi Flugakademíunnar og Bryn Ballett Akademían tekur sporið. Tónlistarkonurnar Jónína Aradóttir og Adda Ingólfsdóttir munu spila fyrir gesti og gangandi.
Frumkvöðlasetrið Eldey tekur vel á móti gestum með opnum vinnustofum þar sem fjölbreytt og frumleg flóra frumkvöðla kynna vinnu sína. Þrívíddarprentari, lifandi tónlist og handverksmarkaður ásamt stórspennandi nýjung, Kísilcandyfloss sem Geo Silica býður upp á ásamt fleiru skemmtilegu að gerast í Eldey.
VIÐBURÐIR 2014
Atlantic Studios
Karnivalstemning og fjör fyrir alla fjölskylduna
· Sirkus Íslands leikur listir sýnar.
· Bandaríski flugherinn sýnir búnað sinn og tekur flugið.
· Fjölbreyttir matarbásar.
· Vatnsgusan – kannt þú að kasta?
· Hoppukastalar.
· Pollapönk eurovisionfararnir okkar taka lagið.
· Fáðu mynd af þér með Obama.
· Draugahús. Þorir þú að kíkja?
· Þrauta- og leikjabásar.
· Chili og Pie keppni í boði sendiráðs Bandaríkjanna.
· Kynninga- og skemmtibásar.
· Andlitsmálning.
· Ávaxtakarfan stígur á stokk.
· Bryn Ballet Akademían sýnir dans.
· Slökkviliðsbílar, lögreglubílar, fornbílar og mótorhjól.
Keilir
Lifandi og létt stemmning
· Kynningar á skólastarfsemi.
· Flughermir. Komdu og prófaðu að lenda flugvél.
· Vísindasmiðja
· Opið í efnafræðistofunni.
· Opið í megatróník stofunni.
· Villi vísindamaður framkvæmdir vísindatilraunir.
· Skúffukaka í boði Skólamatar.
· Jónína og Adda spila fyrir gesti.
· Bryn Ballet Akademían sýnir dans.
Frumkvöðlasetrið Eldey
Opið hús hjá frumkvöðlum
· Íslenskt hugvit og hönnun í frumkvöðlasetrinu, lifandi tónlist og létt stemming
· Kísilcandyfloss í boði hjá Geosilica Iceland
· Handverksmarkaður
Sporthúsið
Opið hús
· Vörukynningar, sumarkort á frábæru tilboði og margt fleira.
Á tímum Varnarliðsins héldu íbúar árlegt Karnival í fjáröflunarskyni. Íslendingar voru þá boðnir velkomnir og gátu keypt amerískar vörur og tekið þátt í skemmtilegum Karnivalleikjum. Nú höldum við á Ásbrú Karnival með sama sniði og bjóðum alla velkomna til að skemmta sér og sínum.
ATH. Hundahald er bannað á karnivalinu. Vinsamlegast skiljið dýrin eftir örugg heima.