Opið stórmót í borðtennis um næstu helgi
Meistaramót Reykjanesbæjar í borðtennis verður haldið í Íþróttaakademíunni laugardaginn 2. febrúar næstkomandi. Mótið er opið öllum áhugasömum, ungum sem öldnum, leikum sem lærðum, en Fjörheimar og 88 húsið standa fyrir mótinu í samstarfi við borðtenniskappann Jóhann Rúnar Kristjánsson, sem mun sýna listir sínar á mótinu.
Keppt verður í tveimur aldursflokkum, 16 ára og yngri og 17 ára og eldri. Glæsileg verðlaun eru í boði, en frekari upplýsingar má finna á www.fjorheimar.is og www.88.is
Skráning er hjá Hafþóri í síma 898 1394 og hvetur hann alla áhugasama til að hafa samband því ef nægar undirtektir verða er jafnvel mögulegt að halda fleiri slík mót.
Mynd af vef Fjörheima - Jóhann Rúnar sýnir krökkunum handtökin
Keppt verður í tveimur aldursflokkum, 16 ára og yngri og 17 ára og eldri. Glæsileg verðlaun eru í boði, en frekari upplýsingar má finna á www.fjorheimar.is og www.88.is
Skráning er hjá Hafþóri í síma 898 1394 og hvetur hann alla áhugasama til að hafa samband því ef nægar undirtektir verða er jafnvel mögulegt að halda fleiri slík mót.
Mynd af vef Fjörheima - Jóhann Rúnar sýnir krökkunum handtökin