Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Opið hús í Menntaskólanum á Ásbrú
Föstudagur 5. apríl 2019 kl. 11:59

Opið hús í Menntaskólanum á Ásbrú

Það verður opið hús í nýjasta framhaldsskóla landsins, Menntaskólanum á Ásbrú – Tölvuleikjabraut, laugardaginn 6. apríl kl. 14 - 16.
 
Þar gefst gestum tækifæri á að skoða vinnurýmið í sköpunarferlinu og fá innsýn í hvernig námsrými og kennsluhættir vinna saman í að skapa skapandi aðstöðu til náms. Þá verður hægt að hitta kennara sem aðhyllast nútíma vinnubrögð við nám og kennslu, ásamt því að spjalla við náms- og starfsráðgjafa um hvernig nemendur geta sniðið námið að sínum þörfum. 
 
Fulltrúar frá Myrkur Games segja frá töluvleikjaiðnaði á Íslandi og atvinnumöguleika fyrir fólk með stúdentspróf í tölvuleikjagerð. Þá verður einnig hægt að kynnast námsleiðum á háskólastigi sem tengjast leikjagerð í háskólum bæði hérlendis og erlendis, svo sem forritun, tölvunarfræði, leikjagerð til BS gráðu, o.fl.
 
Taktu af skarið og komdu í heimsókn - einstakt námstækifæri og einstaklingsmiðuð þjónusta í þína þágu.
 
Nánari upplýsingar um Menntaskólann á Ásbrú og nýtt nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð á www.menntaskolinn.is

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024