Opið hús hjá slökkvistöðinni í Grindavík á morgun
Slökkvilið Grindavíkur og Björgunarsveitin Þorbjörn verða með opið hús í slökkvistöðinni í Grindavík á morgun, 2. des. frá kl. 10 – 17. Þar verður til sýnis og sölu forvarnarbúnaður til eldvarna og skyndihjálpar og munu slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn leiðbeina fólki um notkun búnaðarins.
Einnig munu þeir taka við slökkvitækjum til yfirferðar og endurhleðslu en dufttæki á heimilum þarf að yfirfara á 3ja ára fresti og léttvatnstæki þarf að yfirfara á fjögurra ára fresti.
Reykskynjarar þurfa að vera helst í hverju einasta herbergi á heimilum, þá þarf að endurnýja á 10 ára fresti og skipta um rafhlöður á hverju ári.
Eldri borgurum í Grindavík er boðið að koma í slökkvistöðina á morgun. Einnig geta þeir hringt í síma 894 7110 og óskað eftir aðstoð við uppsetningu og athugunum á reykskynjurum og að koma handslökkvitækjum til yfirferðar. Og er það að sjálfsögðu í boði slökkviliðsmanna. Heitt verður á könnunni.
Einnig munu þeir taka við slökkvitækjum til yfirferðar og endurhleðslu en dufttæki á heimilum þarf að yfirfara á 3ja ára fresti og léttvatnstæki þarf að yfirfara á fjögurra ára fresti.
Reykskynjarar þurfa að vera helst í hverju einasta herbergi á heimilum, þá þarf að endurnýja á 10 ára fresti og skipta um rafhlöður á hverju ári.
Eldri borgurum í Grindavík er boðið að koma í slökkvistöðina á morgun. Einnig geta þeir hringt í síma 894 7110 og óskað eftir aðstoð við uppsetningu og athugunum á reykskynjurum og að koma handslökkvitækjum til yfirferðar. Og er það að sjálfsögðu í boði slökkviliðsmanna. Heitt verður á könnunni.