Opið hús hjá MSS á morgun
Í tilefni nýrrar námsskrár MSS verður opið hús hjá Miðstöð símenntunar fimmtudaginn 15. september milli klukkan 19:00 og 21:00. Í boði verður kynning á námskeiðum og námsleiðum á haustönn ásamt kynningu á starfsemi MSS. Með opnu húsi vill starfsfólk MSS leyfa gestum að skoða hvað verður í boði fyrir einstaklinga og fyrirtæki á haustönninni en jafnframt gera sér glaðan dag og fagna enn einu starfsári MSS.
Meðal þess sem boðið upp á við Krossmóa 4 á morgun:
Happadrætti: verður fyrir þá sem skrá sig á viðburðinn á fésbók MSS sem og fyrir þá sem mæta.
Léttar veitingar: Starfsfólk MSS hvetur alla til að mæta og kynna sér starfsemina, hlusta á skemmtilegan fyrirlestur og þiggja léttar veitingar.
Lifandi tónlist: Boðið verður upp á lifandi tónlist með þeim félögum Valdimar og Björgvin í dúetnum Eldar, auk kynningar á námsleiðinni Hljóðsmiðju sem unnin er í samstarfi við upptökuverið Geimstein.
Kynnt verða ýmis námskeið sem verða á dagskrá í haust og vetur, m.a. :
Gott sjálfstraust: Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur hefur verið einn vinsælasti fyrirlesari Íslands undanfarin ár. Hann kemur með skemmtilega innsy´n í daglegt líf fólks með skírskotun í íþróttir og keppnir og
vekur upp spurningar um hversu langt er hægt að ná með sterku sjálfstrausti.
Ýmis námskeið: Ny´legt og glæsilegt tölvuver MSS verður kynnt og tölvunámið í boði á haustönn, s.s. Excel, Word og Power point. Gestir fá einnig innsy´n inn í mörg styttri námskeið eins og lestur Tarotspila og mikilvægi góðs slökunarnudds.
Listasmiðja: MSS by´ður upp á fjölbreytt úrval af listanámskeiðum.Kynnt verða helstu listanámskeið MSS á haustönn, s.s. handmálun með spaða, silfursmíði og skartgripasmíði.