Opið hús hjá MSS
Miðstöð símenntunar mun vera með opið hús á ljósanótt þann 2. september frá kl. 13:00 – 18:00. Kynning verður á námskeiðum MSS ásamt frábærri dagskrá. Leikarinn góðkunni frá Grindavík, Bergur Ingólfsson, mun koma og segja sögur á skemmtilegan og lifandi hátt. Keflavíkurmærin Árelía Eydís Guðmundsdóttir mun vera með stuttan fyrirlestur byggðan á bók sinni Móti hækkandi sól. Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur mun fjalla um íslenska dægurlagatexta og nýtur hún stuðnings Ragnheiðar Eiríksdóttur (Heiðu) sem glæðir lögin lífi á sinn sérstaka hátt. Kaffitár mun bjóða upp á kaffi og Solla græna mun kynna gómsætt hollustu fæði. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.