Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Opið hús á Listatorgi
Laugardagur 20. október 2007 kl. 20:14

Opið hús á Listatorgi

Opið hús var á Vitatorgi í Sandgerði í dag þar sem ný aðstaða Lista- og menningarfélagsins Listatorg var til sýnis.

Félagið var stofnað þann 25. september sl. og voru 30 stofnfélagar sem skráðu sig til leiks í upphafi. Félagið hefur aðsetur í húsunum við Vitatorg, en þar eru fyrir tvö gallerý, Ný Vídd og Gallery Grýti.

Í húsnæðinu þar sem Mamma Mía var áður til húsa verður ný aðstaða Grýtis sem og glæsilegt sýningarrými fyrir Listatorg. Í núverandi rými Grýtis verður sameiginlegt vinnupláss fyrir meðlimi.

Listatorg verður einnig opið á morgun, á milli 13 og 17. Allir sem vilja kynna sér starf félagsins eru velkomnir.

VF-myndir/Þorgils

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024