Opið hús á 40 ára afmæli Tjarnarsels í dag
Opið hús verður á leikskólanum Tjarnarseli í Reykjanesbæ frá kl. 14 í dag í tilefni 40 ára afmælis skólans. Tjarnarsel er elsti leikskólinn í Reykjanesbæ og var vígður þann 18 ágúst 1967.Í tengslum við hátíðina verður leikskólanum afhentur Grænfáni Landverndar, en hann er viðurkenning fyrir umhverfismennt í skólum landsins. Tjarnarsel verður með því fyrsti Leik- eða grunnskólinn í Reykjanesbæ til að fá þessa viðurkenningu.
Mynd úr starfi leikskólans. Á innfelldu myndinni blaktir Grænfáninn við hún ásamt íslenska fánanum.






