Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Óperuveisla aftur í kvöld
Sunnudagur 26. ágúst 2012 kl. 17:39

Óperuveisla aftur í kvöld

Óperan Eugence Onegin eftir Tschaikovsky sem verður flutt öðru sinni í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ nú í kvöld, sunnudaginn 26. ágúst. Sýningin hefst kl. 20:00.

Jóhann Smári Sævarsson sem sér um leikstjórn á verkinu og leikur eitt aðalhlutverka sagði í samtali við Víkurfréttir að sviðsmyndin væri með þeim glæsilegri sem sést hefði hérlendis en verkið verður flutt í bæði Hljómahöll og Stapanum á tveimur sviðum þar sem áhorfendur verða í miklu návígi við leikarana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sýningin er gríðarlega metnaðarfull og fjöldi fólks er að leggja fram óeigingjarnt starf til þess að þessi uppfærsla verði að veruleika. Jóhann áætlar að 400 gestir komist fyrir á hverri sýningu. Minnt er á að miðasala er á midi.is og eru allir Suðurnesjamenn hvattir til að tryggja sé miða í tíma á þessa óvanalegu og spennandi sýningu.