Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ópera fyrir öll leikskólabörn
Krakkarnir horfðu á með aðdáun og tóku þátt.
Sunnudagur 23. desember 2018 kl. 10:26

Ópera fyrir öll leikskólabörn

Í fyrsta skipti í Reykjanesbæ var ópera kynnt fyrir yngstu áhorfendum skólastigsins. Í desember heimsótti „Ópera fyrir leikskólabörn“ tíu leikskóla í Reykjanesbæ og gerði mikla lukku.

Frumkvöðull og höfundur óperuleiksýningarinnar er  Alexandra Chernyshova sem söng hlutverk Álfadrottningunar og samdi fallega óperutónlist fyrir sýninguna. Barítonsöngvari  og dansarinn Jón Svavar Jósefsson fór með hlutverk íkornans Ratatöski. Flytjendur leiddu leikskólakrakka inn í ævintýraheim óperunnar og voru klædd í töfra óperubúninga. Börnin fengu að dansa, syngja með, hlusta á óperutónlist og kíkja inn fyrir töfrahurð óperunnar. Börn og leikskólakennarar voru alveg hugfangin af þessari óperusýningu en Reykjanesbær bauð öllum leikskólum í Reykjanesbæ á þessa frábæru sýningu, segir í tilkynningu frá aðstandengum sýningarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Alexandra og Jón Svavar Jósefsson.