Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Opel-veisla í Reykjanesbæ
Mánudagur 12. október 2015 kl. 13:54

Opel-veisla í Reykjanesbæ

Bílabúð Benna er 40 ára og fagnar afmælinu með margs konar viðburðum á árinu. Nú slær fyrirtækið upp Opel-veislu í sölustöðum sínum í Reykjavík og hér í Reykjanesbæ og lætur veglegan veislupakka fylgja með kaupum á nýjum Opel.

Í afmælispakkanum eru Toyo harðskeljadekk, 200 l. eldsneytisinneign og gullþvottur hjá Löðri í fimm skipti. Bílabúð Benna hóf sölu á Opel bifreiðum síðasta haust og býður nú upp á breiða línu af fólksbílum sem og atvinnubílum, en þeir bættust í bílaflóru fyrirtækisins nú fyrir skemmstu. Af helstu fólksbílategundum má nefna t.d. nýju útgáfuna af Opel Corsa, sem kynnt var í vor, jepplinginn Mokka og lúxusbifreiðina Insignia. Þá er Opel Astra alltaf vinsæll og hefur fengið mikið lof bílasérfræðinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nýlega var Opel Corsa kosinn „bestu bílakaupin í Evrópu“ í sínum stærðarflokki og Mokka var valinn 4X4 bíll ársins af neytendum í Þýskalandi. „Við finnum fyrir vaxandi áhuga á Opel hér á Suðurnesjunum, enda greinilega margir sem eiga góðar minningar um Opel og eru að uppgötva gæðin uppá nýtt,“ segir Svavar Grétarsson hjá Bílabúð Benna í Reykjanesbæ. „Í tilefni afmælisins er Bílabúð Benna að bjóða mjög spennandi afmælispakka og því upplagt að koma í salinn til okkar við Njarðarbraut til að spá og reynsluaka,“ segir Svavar.