Ömmu- og afadagur í Njarðvíkurskóla
Skömmu fyrir jól var haldinn svokallaður ömmu- og afadagur í Njarðvíkurskóla. Þá bauð skólinn öllum ömmum og öfum nemenda í heimsókn til að fylgjast með undirbúningi jólanna og upplifa stemmninguna sem stóð þá sem hæst. Ýmislegt var gert af þessu tilefni og lásu nemendur m.a. upp ljóð, auk þess sem gestirnir þáðu kaffi og piparkökur. Síðan sungu ömmurnar og afarnir nokkur jólalög með nemendum á sal skólans við undirleik Guðmundar Sigurðssonar (Bróa). En að því loknu var svo farið í heimsóknir í stofur þar sem skoðað var hvað barnabörnin sem og önnur börn voru að bjástra við. Þessar myndir voru teknar á ömmu og afadeginum.