Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Ómissandi að nýta þessa helgi ekki vel
    Áslaug ásamt góðum vinkonum í Eyjum á Þjóðhátíð.
  • Ómissandi að nýta þessa helgi ekki vel
Laugardagur 30. júlí 2016 kl. 18:00

Ómissandi að nýta þessa helgi ekki vel

Góður matur, gott vín og skemmtilegt fólk

Áslaug Bára Loftsdóttir starfar hjá miðstöð símenntuna á Suðurnesjum og stundar nám í háskóla Íslands. Hún verður heimavið um helgina en ætlar að fá sér góðan mat og gott vín og dansa með skemmtilegu fólki. 


Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?
Verslunarmannahelgin verður tekin í heimabæ í ár. En samt sem áður að hitta skemmtilegt fólk, borða góðan mat og umfram allt njóta þess að vera til.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Það mun vera verslunnarmannahelgin 1994. Það er nefnilega þannig að ég fékk ekki að fara til Eyja fyrr en ég varð 20 ára (þrátt fyrir að hafa verið farin að heiman og hafa búið erlendis) Þá fór ég til Eyja með góðu og skemmtilegu fólki. Það var brjálað veður alla helgina, allt þar til við fórum heim á mánudegi. Það er það sem gerir hana líka eftirminnilega. Það skipti ekki máli og allir að skemmta sér og ekkert vesen.

Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?
Í dag er ómissandi að nýta þessa helgi ekki vel. Löng helgi, síðasta helgin í sumarfríi og því á að njóta. Góður matur, gott vín, skemmtilegt fólk, út að dansa og vakna í mínu rúmi, með salerni og sturtu.
Svona breytist þetta með aldrinum.