Öll börn velkomin á barnaskemmtunina Andrés utangátta
Laugardaginn 4. desember verður mikið um að vera í Andrews Theater á Ásbrú. Efnt verður til fjölbreytilegrar barnaskemmtunar frá kl. 15-16. Skemmtunin kallast „Andrés utangátta“ en fram koma fjölmargir listamenn með stutt og skemmtileg atriði sem ættu að höfða vel til allra barna.
Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir. Með skemmtun þessari er verið að safna pening til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja. Keilir, Kadeco og Velferðarsjóðurinn standa saman að þessari barnaskemmtun.
Í stað þess að selja inn hefur verið leitað til fyrirtækja um að bjóða börnum á Suðurnesjum á þessa skemmtun. Allir gefa vinnu sína og rennur allt féð til velferðarsjóðsins.
Nánar verður sagt frá þessum viðburði fyrir börn þegar nær dregur en ýmsar þekktar persónur munu verða á ferðinni og sjá til þess að engum muni leiðast. Öll börn velkomin.
Myndin: Guðný Kristjánsdóttir frá Leikfélagi Keflavíkur og þau Gunnhildur Vilbergsdóttir og Hjálmar Árnason frá Keili utan við „Andrés“ eða Andrews-leikhúsið á Ásbrú þar sem barnaskemmtunin verður. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson