Ólíðandi að borga ofurskuldir nokkurra óreiðumanna
„Persónulega er ég mjög ánægður með hvað mér og minni stóru fjöldskyldu hefur vegnað vel á árinu, og allir hafa verið við góða heilsu. Það alls ekki sjálfgefið að svo sé,“ segir Ásgeir Hjálmarsson, safnsstjóri byggðasafnsins á Garðskaga í samtali við Víkurfréttir, aðspurður um liði ár.
„Hvað landsmálin varðar þá finnst mér ömulegt að horfa upp á það að ríksstjórnin skuli ætla að láta fólkið í landinu borga ofurskuldir nokkurra óreiðumanna, það er ólíðandi.
Þá er það ánægjuleg tilfinning að vita hvað byggðalagið mitt Garðurinn stendur vel fjárhagslega, og hvað mikið hefur verið gert til uppbyggingar og fegrunar á ýmsum sviðum“.
-Hvað með áramótaheit?
„Áramótaheit eru svo sem engin önnur en þau að treysta á það að heilsan verði góð. Á Íslandi eru mörg góð tækifæri sem við getum nýtt okkur ef að rétt er staðið að málum, við þurfum ekki að vera upp á aðra komin“.