Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Óli Geir gaf feministum 50 þúsund kall
Þriðjudagur 15. nóvember 2011 kl. 12:07

Óli Geir gaf feministum 50 þúsund kall

Partýpinninn Óli Geir, eða Ólafur Geir Jónsson lagði í gærkvöldi 50 þúsund króna styrk inn á reikning Feministafélags Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þannig vildi hann þakka félaginu fyrir að hafa auglýst kvöldið fyrir hann í aðdraganda þess. Feministar gerðu sem kunnugt er, miklar athugasemdir við það að kvöldið skyldi hafa farið fram í Kópavogi, sérstaklega vegna þess að þar kæmu fram klæðalitlar stúlkur. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum fyrir helgi og varð það til þess að auglýsa kvöldið rækilega.

Óli Geir greindi frá þessu á facebook síðu sinni en þar sagði hann m.a „Styrkti Feministafélag Íslands um 50.000 kall fyrir frábært plögg fyrir Dirty Night.“

Óli Geir setti einnig inn skjáskot af millifærslu sinni eins og sjá má hér að ofan.