Olgeir hlaut 2. verðlaun í jólaljósmyndakeppni
Olgeir Andrésson, áhugaljósmyndari úr Reykjanesbæ, hafnaði í öðru sæti jólaljósmyndakeppni mbl.is og Canon á Íslandi. Alls bárust ríflega 2000 myndir í keppnina. Mynd Olgeirs bar nafnið Engill og hlaut að launum Canon Ixux 95 IS myndavél.
Myndin sem Olgeir hlaut verðlaun fyrir er hér að neðan en að ofan er úrklippa úr Morgunblaðinu í dag, sem greinir frá verðlaununum.
Sigurmyndirnar voru valdar af dómnefnd sem skipuð var starfsmönnum Morgunblaðsins, mbl.is og Sense, umboðsaðila Canon á Íslandi.