Ólafur Haukur á bókasafninu í kvöld
Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur kemur á Bókasafn Reykjanesbæjar í kvöld. Hann mun fjalla um leikrit sitt Boðorðin 9 sem verður frumflutt í Borgarleikhúsinu í kringum áramótin.Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að leikritið fjalli um nútímafólk í kröppum dansi. Við kynnumst gleði, trega og taumlausum harmi, allt í einni beiskri blöndu. Ólafur kemur til með að ræða tilurð leikritsins og við fáum að kynnast því hvernig leikrit færist af blaði og verður lifandi á sviði auk þess sem við fáum nasasjón af efni leikritsins.
Uppákoman hefst kl. 20.00 og er á vegum Bókasafns Reykjanesbæjar, menningarfulltrúa og Miðstöðvar símenntunar. Allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir.
Uppákoman hefst kl. 20.00 og er á vegum Bókasafns Reykjanesbæjar, menningarfulltrúa og Miðstöðvar símenntunar. Allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir.