Ólafur Bergur er FS-ingur vikunnar
FS-ingur:
Ólafur Bergur Ólafsson.
Á hvaða braut ertu?
Ég er á fjölgreinabraut.
Hvaðan ertu og aldur?
Ég er úr Njarðvík og er 18 ára.
Helsti kostur FS?
Það þyrfti að vera félagslífið í skólanum og krakkarnir.
Hver eru áhugamál þín?
Allt sem tengist körfubolta og bara íþróttum almennt. Svo fæ ég meiri og meiri áhuga á pólitik og félagsfræði.
Hvað hræðist þú mest?
Ég er örugglega mest hræddur við geitunga eftir að ég var stunginn í Mallorca 2005.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Arnór Snær verður Snapchat „superstar“ einn daginn (arnorss).
Hver er fyndnastur í skólanum?
Fannar Gísla á sín augnablik.
Hvað sástu síðast í bíó?
American Made, geggjuð mynd.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Meiri fjölbreytni, það mættu vera vefjur og eitthvað annað en samlokur og djús. Svo mættu alveg vera venjulegar súpur í boði.
Hver er þinn helsti galli?
Ég tala örugglega of mikið.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Snapchat, Facebook og Messenger.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
Ég myndi einblína meira á nemendafélagið og fá stoðtímana aftur í skólann.
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
„Ég redda þessu“ eða „ég geri þetta seinna“.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Mér finnst það ágætt. Það mættu vera fleiri viðburðir, bæði innan skólans og utan.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Ég hef ekki hugmynd. Ég ætla allavega að ferðast mikið eftir nám og sjá hvert það tekur mig.
Hver er best klædd/ur í FS?
Helgi Líndal og Sara Dís eru alltaf „tight“.
Eftirlætis-
Kennari: Bogi Ragnarsson og Steini standa jafnfætis, #meistarar.
Fag í skólanum: Félagsfræði.
Sjónvarpsþættir: Orphan Black er í miklu uppáhaldi en Friends er alltaf númer eitt.
Kvikmynd: Shawshank Redemption.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Kendrick Lamar verður alltaf á toppnum hjá mér.
Leikari: Ryan Reynolds og Tom Hanks.
Vefsíður: Karfan.is og Fótbolti.net
Flíkin: Ég er nær eingöngu í hettupeysum þannig ef ég ætti að velja eina þá væri það hvíta Ellingsen peysan mín.
Skyndibiti: 12 tommu Teríakí kjúklingur í Parmesan brauði er númer eitt.
Hvaða tónlist/lag fílar þú í laumi (guily pleasure)? Allt með Otis Redding. En „Sittin on the dock of the bay“ er klárlega mitt „guilty pleasure“.