Ökuleikni á ferð um Suðurnes
Á næstu dögum mun lögreglan verða meira á ferðinni til að fylgjast með ökumönnum á Suðurnesjum. Þann 19. júní í Keflavík og 24. júní í Grindavík. Þetta er liður í átaki sem Sjóvá-Almennar og Bindindisfélag ökumanna standa fyrir í sumar með ÖKULEIKNINNI í samstarfi við lögregluna og Umferðarfulltrúa Umferðarráðs og Landsbjargar og fleiri aðila.Ölvunarkstur mikill yfir sumarið.
Ástæða þessa átaks er fyrst og fremst aukinn ölvunarakstur yfir sumarið. Í fyrra var hann mestur í júní og júlí. Þessir aðilar munu verða á ferðinni og stöðva ökumenn og kanna ástand þeirra og bílsins. Þeir munu benda á mikilvægi þess að aka ekki undir áhrifum áfengis og á þær afleiðingar sem ölvunarakstur veldur. Þá verður einnig lögð áhersla á mikilvægi bílbeltanotkunar og varað við hraðakstri.
Það getur borgað sig að láta lögregluna stöðva sig.
Þeir ökumenn sem eru til fyrirmyndar í akstrinum og hafa bílinn í lagi fá smágjöf afhenta frá Sjóvá-Almennum auk þess sem þeir verða hluti af hóp ,,FYRIRMYNDARÖKUMANNA” og geta jafnvel unnið utanlandsferðir.
ÖKULEIKNI, Hjólreiðakeppni og Go-kart leikni.
Í tengslum við þetta átak verða Sjóvá-Almennar og Bindindisfélag ökumanna með hjólreiðakeppni fyrir 9 ára krakka og eldri, Go-kart leikni fyrir 12 ára og eldri og fyrir þá sem eru komnir með ökuleyfi, mun verða boðið upp á Ökuleikni, þar sem keppendur fá að kynnast aksturseiginleikum nýs VW Polo.
Dagskráin verður sem hér segir:
kl. 18 Hjólreiðakeppni, Tveir riðlar: 9-11 ára og 12 ára og eldri.
kl. 19 Go-kart leikni Tveir riðlar: Karla- og kvenna riðill.
kl. 19.30 Þekktir aðilar úr bæjarlífinu keppa á ökuleikni á fjarstýrðum bílum.
kl. 20. Ökuleikni. Tveir riðlar: Karla- og kvenna riðill.
Þekktir aðilar úr bæjarlífinu keppa í ökuleikni á fjarstýrðum bílum
Skömmu áður en Ökuleiknin hefst munu tveir þekktir aðilar úr bæjarlífinu keppa sín á milli á fjarstýrðum bílum. Fyrst með ölvunargleraugun og síðan án þeirra. Sá sem betur ekur, fær verðlaun. Í Keflavík mun Árni Sigfússon bæjarstjóri etja kappi við slökkvistjórann. Í Grindavík mun Dagbjartur Villardsson bæjarfulltrúi etja kappi við Frímann Ólafsson ökukennara.
Vegleg verðlaun eru í boði og má nefna keppendur í hjólreiðakeppni og Go-kart leikni fara í pott og dregið verður um gjöf frá G.Á.Péturssyni á staðnum og í ágúst um 2 ný Moongose fjallareiðhjól í morgunþætti Bylgjunnar. Í Ökuleikni fara sigurvegarar í úrslit og keppa um Íslandsmeistaratitil og þar verða m.a. í boði fríar bílatryggingar.
Nánari upplýsingar veitir Einar Guðmundsson forvarnafulltrúi s. 895-8012
Hér á eftir eru ýmsar staðreyndir um ölvunarakstur sem nota má til að krydda greinina:
Það getur tekið einstakling sem drukkið hefur 4 bjóra 10-15 klst. að verða ,,edrú”. Sá sem drekkur fram eftir nóttu er enn undir áhrifum áfengis langt fram eftir degi daginn eftir.
Ekki er ráðlagt að nota áfengisáhrifin til að meta hæfni einstaklings sem ökumanns. 2 bjórar sem gætu mælst 0.8 prómill í blóði geta virkað afslappandi ef viðkomandi er vel úthvíldur og saddur. Þreyttur einstaklingur getur fundið til verulegra áfengisáhrifa af 2 bjórum. Í báðum tilfellum eru 0.8 prómill í blóði sem er yfir refsimörkum. Það er ekki hægt að hafa áhrif á prómill magnið í blóði þó hægt sé að hafa áhrif á áfengisáhrifin, t.d. með mat. Lögreglan leitar eftir magninu í blóðinu. Einungis lifrin vinnur áfengið úr blóðinu u.þ.b. 0.10-0.15 prómill á klst.
Einstaklingur með 1.5 prómill í blóði fær 12 mánaða ökuleyfissviptingu og 100.000 kr. sekt. Hafi hann auk þess ekið óvarlega og valdið öðrum hættu, eða brotið aðrar umferðareglur um leið, hækkar sektin og ökuleyfissviptingin lengist.
Valdi ölvaður ökumaður tjóni, er hann í raun ótryggður. Þó tryggingafélagið greiði þriðja aðila tjónið, verður það að endurkrefja ökumanninn. Sá sem ferðast með ölvuðum ökumanni í bíl á ekki rétt á bótum að jafnaði, slasist hann. Hann er í raun líka ótryggður. Slysatíðni í ölvunarakstri er um 36% en það er þrefallt meiri tíðni en hjá öðrum. Tjónsupphæðir eru 15-20% hærri en í öðrum tjónum.
Það sem gerist hjá einstaklingi sem neytir áfengis:
- Viðbragðið lengist.
- Sjón í myrkri minnkar.
- Sjónsviðið þrengist.
- Mistökum í akstri fjölgar.
- Nákvæmni í akstri minnkar.
- Samhæfing tauga og vöðva minnkar og allar hreyfingar verða ómarkvissari.
- Minnkar möguleika á að meta aðstæður rétt.
- Skynsemin minnkar – ökumenn taka þar af leiðandi meiri áhættu í umferðinni.
Tölur sýna að karlar aka frekar ölvaðir en konur og eru ungir karlmenn í meiri hættu en þeir eldri.
Ölvun hefur stekari áhrif á unga ökumenn en þá eldri, þó áhrifin séu mjög mikil á þá eldri.
Endurkröfur sem endurkröfunefnd hefur samþykkt eru mestar á unga karlmenn.
Ástæða þessa átaks er fyrst og fremst aukinn ölvunarakstur yfir sumarið. Í fyrra var hann mestur í júní og júlí. Þessir aðilar munu verða á ferðinni og stöðva ökumenn og kanna ástand þeirra og bílsins. Þeir munu benda á mikilvægi þess að aka ekki undir áhrifum áfengis og á þær afleiðingar sem ölvunarakstur veldur. Þá verður einnig lögð áhersla á mikilvægi bílbeltanotkunar og varað við hraðakstri.
Það getur borgað sig að láta lögregluna stöðva sig.
Þeir ökumenn sem eru til fyrirmyndar í akstrinum og hafa bílinn í lagi fá smágjöf afhenta frá Sjóvá-Almennum auk þess sem þeir verða hluti af hóp ,,FYRIRMYNDARÖKUMANNA” og geta jafnvel unnið utanlandsferðir.
ÖKULEIKNI, Hjólreiðakeppni og Go-kart leikni.
Í tengslum við þetta átak verða Sjóvá-Almennar og Bindindisfélag ökumanna með hjólreiðakeppni fyrir 9 ára krakka og eldri, Go-kart leikni fyrir 12 ára og eldri og fyrir þá sem eru komnir með ökuleyfi, mun verða boðið upp á Ökuleikni, þar sem keppendur fá að kynnast aksturseiginleikum nýs VW Polo.
Dagskráin verður sem hér segir:
kl. 18 Hjólreiðakeppni, Tveir riðlar: 9-11 ára og 12 ára og eldri.
kl. 19 Go-kart leikni Tveir riðlar: Karla- og kvenna riðill.
kl. 19.30 Þekktir aðilar úr bæjarlífinu keppa á ökuleikni á fjarstýrðum bílum.
kl. 20. Ökuleikni. Tveir riðlar: Karla- og kvenna riðill.
Þekktir aðilar úr bæjarlífinu keppa í ökuleikni á fjarstýrðum bílum
Skömmu áður en Ökuleiknin hefst munu tveir þekktir aðilar úr bæjarlífinu keppa sín á milli á fjarstýrðum bílum. Fyrst með ölvunargleraugun og síðan án þeirra. Sá sem betur ekur, fær verðlaun. Í Keflavík mun Árni Sigfússon bæjarstjóri etja kappi við slökkvistjórann. Í Grindavík mun Dagbjartur Villardsson bæjarfulltrúi etja kappi við Frímann Ólafsson ökukennara.
Vegleg verðlaun eru í boði og má nefna keppendur í hjólreiðakeppni og Go-kart leikni fara í pott og dregið verður um gjöf frá G.Á.Péturssyni á staðnum og í ágúst um 2 ný Moongose fjallareiðhjól í morgunþætti Bylgjunnar. Í Ökuleikni fara sigurvegarar í úrslit og keppa um Íslandsmeistaratitil og þar verða m.a. í boði fríar bílatryggingar.
Nánari upplýsingar veitir Einar Guðmundsson forvarnafulltrúi s. 895-8012
Hér á eftir eru ýmsar staðreyndir um ölvunarakstur sem nota má til að krydda greinina:
Það getur tekið einstakling sem drukkið hefur 4 bjóra 10-15 klst. að verða ,,edrú”. Sá sem drekkur fram eftir nóttu er enn undir áhrifum áfengis langt fram eftir degi daginn eftir.
Ekki er ráðlagt að nota áfengisáhrifin til að meta hæfni einstaklings sem ökumanns. 2 bjórar sem gætu mælst 0.8 prómill í blóði geta virkað afslappandi ef viðkomandi er vel úthvíldur og saddur. Þreyttur einstaklingur getur fundið til verulegra áfengisáhrifa af 2 bjórum. Í báðum tilfellum eru 0.8 prómill í blóði sem er yfir refsimörkum. Það er ekki hægt að hafa áhrif á prómill magnið í blóði þó hægt sé að hafa áhrif á áfengisáhrifin, t.d. með mat. Lögreglan leitar eftir magninu í blóðinu. Einungis lifrin vinnur áfengið úr blóðinu u.þ.b. 0.10-0.15 prómill á klst.
Einstaklingur með 1.5 prómill í blóði fær 12 mánaða ökuleyfissviptingu og 100.000 kr. sekt. Hafi hann auk þess ekið óvarlega og valdið öðrum hættu, eða brotið aðrar umferðareglur um leið, hækkar sektin og ökuleyfissviptingin lengist.
Valdi ölvaður ökumaður tjóni, er hann í raun ótryggður. Þó tryggingafélagið greiði þriðja aðila tjónið, verður það að endurkrefja ökumanninn. Sá sem ferðast með ölvuðum ökumanni í bíl á ekki rétt á bótum að jafnaði, slasist hann. Hann er í raun líka ótryggður. Slysatíðni í ölvunarakstri er um 36% en það er þrefallt meiri tíðni en hjá öðrum. Tjónsupphæðir eru 15-20% hærri en í öðrum tjónum.
Það sem gerist hjá einstaklingi sem neytir áfengis:
- Viðbragðið lengist.
- Sjón í myrkri minnkar.
- Sjónsviðið þrengist.
- Mistökum í akstri fjölgar.
- Nákvæmni í akstri minnkar.
- Samhæfing tauga og vöðva minnkar og allar hreyfingar verða ómarkvissari.
- Minnkar möguleika á að meta aðstæður rétt.
- Skynsemin minnkar – ökumenn taka þar af leiðandi meiri áhættu í umferðinni.
Tölur sýna að karlar aka frekar ölvaðir en konur og eru ungir karlmenn í meiri hættu en þeir eldri.
Ölvun hefur stekari áhrif á unga ökumenn en þá eldri, þó áhrifin séu mjög mikil á þá eldri.
Endurkröfur sem endurkröfunefnd hefur samþykkt eru mestar á unga karlmenn.