Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ókeypis ræðunámskeiðið í Virkjun á fimmtudaginn
Þriðjudagur 22. mars 2011 kl. 10:55

Ókeypis ræðunámskeiðið í Virkjun á fimmtudaginn



Námskeiðið Sýndu hvað í þér býr verður í boði UMFÍ og Virkjunar fimmtudaginn 24. mars kl. 13:00 til 16:00 í húsnæði Virkjunar Flugvallarbraut 740, Ásbrú. Þetta námskeið hefur verið mjög vinsælt undanfarin ár en á námskeiðinu er farið yfir ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku, s.s. að taka til máls, framkomu, ræðuflutning, raddbeitingu, skipan ræðu o.fl. Einnig er kennt ýmislegt sem við kemur fundasköpum, m.a. fundareglur, boðun funda, fundaskipan, dagskrá funda, umræður, meðferð tillagna, kosningar o.fl.

Þátttakendur hafa almennt verið hæstánægðir með námskeiðin og segja þau hafa verið lærdómsrík og skemmtileg. Þeir eru sammála um að hafa lært að verða öruggari í framkomu og ræðuhöldum auk þess sem þeir telja gagnlegt að fá svör við mörgum þeim spurninum sem brenna um fundarsköp.

Auk þess sem þátttakendur læra ræðumennsku og fundarsköp er lögð áhersla á að þátttakendur kynnist vel og eigi auðveldara með að mynda tengslanet með hópeflisleikjum og hópverkefnum hvers konar.

Virkjun og UMFÍ hvetur sem flesta til þess að sýna hvað í þeim býr og sækja námskeiðið. Allir eru velkomnir á námskeið og vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að hafa samband við Virkjun í síma 426-5388 eða tölvupóst á [email protected] og svo auðvita á fésbókinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024