Fimmtudagur 5. september 2013 kl. 09:52
Ókeypis fyrirlestur um heilsu og kírópraktík
Egill Þorsteinsson kírópraktor verður með fræðslu um heilsu og kírópraktík í stóra salnum í Eldvörpum síðdegis í dag, fimmtudaginn 5. september kl. 18:30. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Egill rekur stofu sína, KÍRÓPRAKTÍK ÁSBRÚ, í fyrirtækjahótelinu Eldvörpum, Flugvallarbraut 752.