Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ógleymanlegur þjóðhátíðardagur
Föstudagur 2. september 2022 kl. 11:50

Ógleymanlegur þjóðhátíðardagur

Karen Sturlaugsson, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, mun lengi muna eftir þjóðjátíðardeginum 17. júní 2022. Þann dag var hún gerð að bæjarlistamanni Reykjanesbæjar og á sama degi fékk hún Fálkaorðuna.

Hvernig varðir þú fyrsta sumarfríinu án takmarkana? 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var farið í tvö tónleikaferðalög. Fyrst fór ég með Lúðrasveit Verkalýðsins, sem ég stjórna, í lok júní til Ítalíu. Frábær ferð en mjög heitt og erfitt stundum að spila í svona hita. Í lok júlí fór ég með Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á heimsmót bjöllukóra í Nashville, Tennessee.  Skemmtilegt ferð.    

Hvað stóð upp úr í sumar? 

Ég myndi segja 17. Júní. Þá fékk ég útnefningu sem listamaður Reykjanesbæjar og á sama dag fékk ég einnig Fálkaorðuna!

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? 

Einmitt þetta sem gerðist allt saman á 17. Júní.

Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? 

Það eru margir staðir. Þórsmörk, Gjáin við Stöng, Eldborg á Snæfellsnesi  - en svo er næst um því hvar sem er á landinu í góðu veðri.

Hvað ætlar þú að gera í vetur? 

Vinna, vinna, vinna. En svo mun ég líka stjórna ýmsum hljómsveitum í haust t.d. á landsmóti skólalúðrasveita (SÍSL) og einnig á landsmóti lúðrasveita (SÍL).

Hvernig finnst þér Ljósanótt? 

Frábær.   

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt? 

Árgangagönguna. Svo reynum við hjónin alltaf að fara á myndlistarsýningar.

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?

Árgangagangan – í góðu veðri. Stemningin þar er ólýsanleg.