Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ógleymanlegt í Rússlandi
Ingólfur með Trausta Hafsteinssyni, föður Arnórs Ingva landsliðsmanns.
Föstudagur 22. júní 2018 kl. 07:00

Ógleymanlegt í Rússlandi

- segir Ingólfur Karlsson, veitingamaður á Suðurnesjum, sem sækir alla riðlaleiki Íslands á HM í Rússlandi

„Þetta var algerlega æðislegt og stóðst allar væntingar. Að vera á geggjuðum 45 þúsund manna leikvangi innan um ansi marga Argentínumen er ógleymanlegt. Úrslitin auðvitað frábær,“ sagði Ingólfur Karlsson, veitingamaður á Langbest í Reykjanesbæ en hann var einn fjölmargra Suðurnesjamanna á fyrsta landsleik Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi.

Ingólfur var að láta 20 ára gamlan draum rætast en þegar hann fór á HM árið 1998 lofaði hann sér því að fara á HM þegar Ísland yrði meðal þjóða á mótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ingólfur kom heim á mánudag en fór svo aftur utan á næstu tvo leiki. „Ég var að kaupa einhverja flugnavörn. Þetta verður eitthvað, mikil stækja þarna niður frá og flugur í kaupbæti. Enn ein ný áskorunin fyrir Íslendinga sem eru aldir upp í kaldra loftslagi.

Svo verður síðasti leikurinn í Rostock, heimavelli Ragnars og Björns Bergmanns. Við þurfum tvö jafntefli og einn sigur. Er það ekki bara raunhæft,“ sagði Ingólfur sem fer utan í næstu tvo leiki með Pétri Karli syni sínum en hann var með föður sínum í Moskvu ásamt Helenu eiginkonu sinni og Öldu tengdadóttur sinni.



Ingólfur með Pétri Karli syni sínum í Rússlandi. Þeir verða á næstu tveimur leikjum í Rússlandi.



FAN-ID merkt okkar manni í Rússlandi.