RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Mannlíf

Þriðjudagur 18. febrúar 2003 kl. 09:52

Ógeðisdrykkurinn drukkinn á stelpunótt

Stelpunótt var haldin í félagsmiðstöðinni Fjörheimum sl. föstudag. Eins og nafnið gefur til kynna var um stelpukvöld að ræða þar sem stelpur úr öllum grunnskólum Reykjanesbæjar mættu. Færri komust að en vildu enda var um einstakt kvöld að ræða þar sem stúlkurnar gerðu ýmislegt sér til gamans.Haldinn var fyrirlestur um átröskun, stúlkurnar komu með heimatilbúin skemmtiatriði, borðaðar voru pizzur og margt fleira. Hápunktur kvöldsins var þó án efa þegar Auddi og Sveppi í 70 mínútum á Popptíví mættu á svæðið því þá ætlaði allt um koll að keyra. Stelpurnar fengu að spyrja kappana spjörunum úr, drukkinn var ógeðisdrykkur og að lokum tóku drengirnir nokkur dansspor, stelpunum til mikillar ánægju.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025