Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ofvirkni og athyglisbrestur: ADHD dagar í FS
Föstudagur 26. október 2007 kl. 11:20

Ofvirkni og athyglisbrestur: ADHD dagar í FS

ADHD dagar verða haldnir í fyrsta sinn á Íslandi  helgina 26.-27. október 2007 í Reykjanesbæ.  Dagskráin fer fram í Fjölbrautarskóla Suðurnesja á föstudag klukkan 20. 


Fjögur erindi verða flutt. Framsögumenn eru Þórdís Þormóðsdóttir með „Hvað er ADHD?“, Eir Pjetursdóttir segir frá eigin reynslu af ADHD í fyrirlestrinum „Að vera fullorðin með ADHD“ og Kristjana B Svansdóttir sem mun kynna nýtt úrræði fyrir einstaklinga fullorðna sem og börn en hún hefur numið ADHD coaching (markþjálfun) í Add Coaching Academy í New York og hefur hafið störf sem slíkur hérna í Reykjanesbæ. Að lokum mun Sigrún Harðardóttir kynna tilraun og árangur hennar í vinnu með ungum ADHD einstaklingum í framhaldskóla í Menntaskólanum á Egilsstöðum. 


Á laugardeginum munu flytjendur taka á móti gestum í Ragnaseli milli klukkan 13 og 16 í opnu húsi og svara spurningum þeirra um málefni ADHD einstaklinga.  Aðstaðan þar er fjölskylduvæn með lokuðu leiksvæði fyrir börn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024